Blindir efast um lögmæti kosninganna 24. nóvember 2010 09:09 Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður fimm blindra og sjónskertra einstaklinga sem eru ósáttir við framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings „Það er grundvallarregla allra lýðræðisríkja að menn fái notið kosningaréttar síns við frjálsa kosningu og að þeir fái á kjörstað notið réttinda sinna til að kjósa fulltrúa sína með leynilegri kosningu." Þetta segir í bréfi sem sent hefur verið til dóms- og mannréttindaráðherra frá lögmanni blindra og sjónskertra einstaklinga sem krefjast þess að mannréttindi þeirra verði virt í kosningum til stjórnlagaþings. Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður þeirra fimm einstaklinga sem um ræðir. Á vef dóms- og mannréttindaráðuneytisins segir að komið sé til móts við þarfir þessa hóps með því að heimila blindum og sjónskertum kjósendum að hafa með sér aðstoðarmann að eigin vali, en auk þess sé talið nauðsynlegt að kjörstjóri eða annar af hálfu kjörstjórnar sé viðstaddur þegar seðillinn er fylltur út. Hið sama gildi við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Ragnar fer fram á að ráðherra skýri þá stöðu sem uppi er varðar réttindi blindra og sjónskertra til jafnra réttinda á við aðra borgara við aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings og þeirrar kynningar á frambjóðendum sem á undan hefur gengið og færi fram gild og málefnaleg rök til að réttlæta þá mismunun sem í framkvæmd kynningu á frambjóðendum til stjórnlagaþings felur í sér. Þá gera umbjóðendur hans þá kröfu að bætt verði úr fyrirhugaðri framkvæmd og gerðar fullnægjandi ráðstafanir til að gera þeim kleift að kjósa til stjórnlagaþings án nauðsynlegs atbeina aðstoðarmanns og yfirsetu kjörstjóra eða fulltrúa frá kjörstjórn. Verði því ekki komið við er því mótmælt af hálfu umbjóðenda að haft verði eftirlit með blindum og sjónskertum og aðstoðarmönnum þeirra í kjörklefa af hálfu kjörstjóra eða fulltrúa frá kjörstjórn Ragnar segir að verði umbjóðendum hans og öðrum sem eins er ástatt um ekki gert kleift að beita kosningarétti sínum með sambærilegum hætti og öðrum borgurum, þá er dregið í efa að kosning til stjórnlagaþings sé lögleg og umbjóðendum hans áskilinn allur réttur í því samhengi. Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Sjá meira
„Það er grundvallarregla allra lýðræðisríkja að menn fái notið kosningaréttar síns við frjálsa kosningu og að þeir fái á kjörstað notið réttinda sinna til að kjósa fulltrúa sína með leynilegri kosningu." Þetta segir í bréfi sem sent hefur verið til dóms- og mannréttindaráðherra frá lögmanni blindra og sjónskertra einstaklinga sem krefjast þess að mannréttindi þeirra verði virt í kosningum til stjórnlagaþings. Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður þeirra fimm einstaklinga sem um ræðir. Á vef dóms- og mannréttindaráðuneytisins segir að komið sé til móts við þarfir þessa hóps með því að heimila blindum og sjónskertum kjósendum að hafa með sér aðstoðarmann að eigin vali, en auk þess sé talið nauðsynlegt að kjörstjóri eða annar af hálfu kjörstjórnar sé viðstaddur þegar seðillinn er fylltur út. Hið sama gildi við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Ragnar fer fram á að ráðherra skýri þá stöðu sem uppi er varðar réttindi blindra og sjónskertra til jafnra réttinda á við aðra borgara við aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings og þeirrar kynningar á frambjóðendum sem á undan hefur gengið og færi fram gild og málefnaleg rök til að réttlæta þá mismunun sem í framkvæmd kynningu á frambjóðendum til stjórnlagaþings felur í sér. Þá gera umbjóðendur hans þá kröfu að bætt verði úr fyrirhugaðri framkvæmd og gerðar fullnægjandi ráðstafanir til að gera þeim kleift að kjósa til stjórnlagaþings án nauðsynlegs atbeina aðstoðarmanns og yfirsetu kjörstjóra eða fulltrúa frá kjörstjórn. Verði því ekki komið við er því mótmælt af hálfu umbjóðenda að haft verði eftirlit með blindum og sjónskertum og aðstoðarmönnum þeirra í kjörklefa af hálfu kjörstjóra eða fulltrúa frá kjörstjórn Ragnar segir að verði umbjóðendum hans og öðrum sem eins er ástatt um ekki gert kleift að beita kosningarétti sínum með sambærilegum hætti og öðrum borgurum, þá er dregið í efa að kosning til stjórnlagaþings sé lögleg og umbjóðendum hans áskilinn allur réttur í því samhengi.
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Sjá meira