Ítalski kylfingurinn Francesco Molinari heldur sínu striki á HSBC golfmótinu í Kína en hann lék á 70 höggum á öðrum keppnisdegi mótsins. Samtals er Molinari á 9 höggum undir pari og er hann með eitt högg í forskot á Lee Westwood frá Englandi sem er efstur á heimslistanum þessa stundina. Tiger Woods hefur ekki náð sér á strik á mótinu.
Mótið er hluti af heimsmótaröðinni í golfi og átta af tíu efstu kylfingum heimslistans eru á meðal keppenda. Richie Ramsay frá Skotlandi deilir þriðja sætinu með Ernie Els og Jaco Van Zyl en þeir eru báðir frá Suður-Afríku.
Bandarísku kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson deila níunda sætinu á fjórum höggum undir pari þegar keppni er hálfnuð í Sjanghæ. Þjóðverjinn Martin Kaymer er á 3 höggum undir pari en hann getur með sigri á mótinu náð efsta sæti heimslistans líkt og þeir Woods og Mickelson.
Staða efstu manna:
Francesco Molinari - 9
Lee Westwood -8
Richie Ramsay -7
Ernie Els - 7
Jaco Van Zyl - 7
Luke Donald -6
Ross Fisher - 5
Seung-yul Noh -5
Tiger Woods -4
Phil Mickelson-4
Richard S. Johnson -4
Nick Watney -4
Richard Green -4
Padraig Harrington - 4
Robert Allenby -4
Fredrik Andersson Hed -4
Ian Poulter -4