Innlent

Ekki ráðlegt að ganga gegn þjóðinni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ef ætlast sé til þess að Íslendingar borgi fyrir föllnu bankana eigi þeir að hafa eitthvað að segja um útkomuna.Fréttablaðið/GVA
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ef ætlast sé til þess að Íslendingar borgi fyrir föllnu bankana eigi þeir að hafa eitthvað að segja um útkomuna.Fréttablaðið/GVA

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vill ekkert segja um hvort hann telji að nýr samningur í Icesave-deilunni eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu, en varar við því að gengið verði gegn vilja þjóðarinnar.

„Það er grundvallaratriði í stjórnskipaninni að ég gef ekkert upp um það, hvað þá áður en samningaviðræðum er lokið,“ sagði Ólafur Ragnar í viðtali við Bloomberg-fréttastofuna í gær, spurður hvort hann myndi vísa nýjum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ólafur benti á að nýr samningur þyrfti að fara í gegnum Alþingi í formi lagafrumvarps, rétt eins og fyrri samningurinn. Ólafur neitaði að staðfesta þau lög og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 93,2 prósent höfnuðu samningnum.

„Kjarninn varðandi þjóðar­atkvæðagreiðsluna er þessi; ef ætlast er til þess að Íslendingar borgi fyrir föllnu bankana eiga þeir að hafa eitthvað um lokaútkomuna að segja,“ sagði Ólafur.

„Þess vegna tel ég að ekki sé ráðlegt að gera samning sem ekki er í samræmi við vilja íslensku þjóðarinnar,“ sagði hann enn fremur.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×