Innlent

Fundað um Árbót í þingnefndum

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Bæði félagsmálanefnd Alþingis og fjárlaganefnd hyggjast funda um málefni meðferðarheimilisins Árbótar í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins undanfarna viku.

Fundur félagsmálanefndar verður haldinn á mánudaginn. Það voru sjálfstæðismennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Pétur H. Blöndal sem óskuðu eftir fundinum til að ræða málefni meðferðarheimila, einkum Götusmiðjunnar og Árbótar.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður félagsmálanefndar, segir að á fundinn hafi verið boðaðir fulltrúar félagsmálaráðuneytisins og Árbótarheimilisins, auk lögmanns Götusmiðjunnar. Sá síðastnefndi hefur lýst því yfir að hann muni kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna brots á jafnræðisreglu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, verður erlendis og kemst því ekki á fundinn. Hann verður líklega boðaður á fund með nefndinni síðar.

„Við munum funda um þetta mál," segir Oddný G. Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar. Tímasetningin hafi þó ekki verið ákveðin né hverjir verði fengnir á fundinn.

- sh








Tengdar fréttir

Árbótarmálið verður rætt í fjárlaganefnd

Árbótarmálið verður rætt í fjárlaganefnd, segir Oddný Harðardóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við Vísi. Fjáraukalög eru nú til umræðu í þinginu og ljóst er að bætur til hjónanna sem ráku meðferðarheimilið Árbót verða ekki greiddar nema að samþykki fáist fyrir því á fjáraukalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×