Innlent

Fjársvikamaður áfram inni

Mynd/GVA

Gæsluvarðhald Steingríms Þórs Ólafssonar var í gær framlengt í héraðsdómi til 10. desember. Steingrímur var handtekinn í Venesúela í Suður-Ameríku í síðasta mánuði. Hann var afhentur íslenskum lögregluyfirvöldum fyrr í mánuðinum. Steingrímur er grunaður um aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu. Um er að ræða svik á virðisaukaskatti upp á um 270 milljónir króna.

Upphaflega voru sex handteknri vegna málsins, síðan sá sjöundi og loks Steingrímur. Sjö sem sættu gæskuvarðhaldi hafa verið látnir lausir. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×