Erlent

Óheppinn ellilífeyrisþegi í Þýskalandi

Lögreglan þurfti að hjálpa ellilífeyrisþeganum úr prísund sinni fyrir helgi. Myndi tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglan þurfti að hjálpa ellilífeyrisþeganum úr prísund sinni fyrir helgi. Myndi tengist fréttinni ekki beint. Mynd/AFP
Lögreglan í Þýskalandi þurfti að bjarga ellilífeyrisþega úr prísund í kjallaranum sínum fyrir helgi. Maðurinn hafði ætlað að innsigla innganginn að kjallaranum, en varð fyrir því óláni að standa öfugu megin við innganginn og múraði sjálfan sig inni.

Hann sat fastur í nokkra daga áður en hann brá á það ráð að brjóta sér leið út í gegnum einn vegginn. Hann lét þó eigið múrverk ósnert, en braust þess í stað yfir til nágranna sinna. Þeir kölluðu til lögreglu, sem kom þá manninum til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×