Innlent

18 prósent kosningaþátttaka í Reykjavík

Um átján prósent kjósenda í Reykjavík höfðu kosið í kosningum til Stjórnlagaþings klukkan fjögur.

Þetta er mun dræmari þátttaka en á sama tíma í Icesave þjóðar-atkvæðagreiðslunni en þá höfðu 32 prósent kosið og í sveitastjórnarkosningunum árið 2009 var hlutfallið 44 prósent.

Kosningarnar í dag hafa gengið vel fyrir sig og litlar biðraðir myndast á kjörstöðum. Það virðist því vera að kjósedur hafi tekið tilmælum um að mæta vel undirbúið.

 Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórnum er meira um að fólk á miðjum aldri og eldra hafi kosið og hvetja þær alla til að nýta sér kosningarétt sinn í dag og ekki síður yngri kynslóðina. Kjörstöðum verður lokað klukkan tíu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×