Erlent

Þúsundir mótmæltu á Írlandi í dag

Frá Írlandi
Frá Írlandi
Þúsundir mótmæltu hugsanlegri aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Írlandi í dag en ríkisstjórn landsins hefur boðað gríðarlegan niðurskurð næstu fjögur árin.

Mótmælin í dag eru þau fyrstu síðan ríkisstjórn landsins hóf viðræður við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrssjóðinn í síðustu viku, en rætt hefur verið um risa lán til þess að forða landinu frá gjaldþroti.

Í því samhengi hefur verið nefnt 85 milljarða evra lán en það eru ekki síst vaxtakjörin sem fólk er ósátt með. Þar hafa 6,7 prósent verði nefnd sem mörgum þykir ansi hátt miðað við 5,2 prósentin sem 10 milljarða evra lán Grikkja bar í maí á þessu ári.

Hallinn á ríkissjóði stefnir í 32% af landsframleiðslu sem er það hæsta sem sést hefur í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinn. Í niðurskurðartillögunum er meðal annars gert ráð fyrir að opinberum starfsmönnum verði fækkað um 25 þúsund.

En það er ekki bara efnahagurinn sem stendur höllum fæti á Írlandi, því ríkisstjórnin er ekki sú sterkasta eftir að hún tapaði aukakosningum fyrir skömmu. Stjónrin hefur nú aðeins tveggja þingsæta meirihluta og því er óvíst hvort stjórnin komi fjárlagafrumvarpi sínu í gegnum þingið.

Skipuleggjendur mótmælanna í dag hafa sagt að þeim verði haldið áfram, þar til stjórnin gefi eftir í niðurskurðartillögum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×