Innlent

Stal úlpum fyrir fíkniefnum

Valhúsaskóli. Úlpurnar fimm sem stolið var út fatahenginu á mánudag eru komnar í leitirnar.
Valhúsaskóli. Úlpurnar fimm sem stolið var út fatahenginu á mánudag eru komnar í leitirnar.

Lögreglan handsamaði í gær stúlku sem hafði stolið úlpum í fatahengi Valhúsaskóla. Það voru skólabörn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem hlupu stúlkuna uppi og síðan var lögregla kölluð til. Stúlkan var þá að fara í skólann í annað sinn í vikunni til þess að stela úlpum. Á mánudag sást í öryggismyndavél skólans hvar stúlkan tók fimm úlpur úr fatahenginu. Þegar hún kom aftur í skólann í gær þekktu nemendur hana aftur.

Lögreglan telur að stúlkan hafi stolið úlpunum til að fjármagna fíkniefnakaup. Úlpunum hefur verið skilað til réttra eigenda og telst málið upplýst, að sögn Ómars Smára Ármannssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns. - jss








Tengdar fréttir

Öflugir íþróttamenn á Seltjarnarnesi

Nokkrir nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla gómuðu í dag skæðan úlpuþjóf sem hefur stundað það að koma í skólann og stela úlpum af nemendum. „Það eru miklir íþróttamenn á Seltjarnarnesi. Þeir stökkva bara af stað og fara létt með þetta,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri Valhúsaskóla.

Úlpuþjófurinn ófundinn

Stúlkan sem sást taka fimm úlpur úr fatahenginu í Valhúsaskóla í fyrramorgun var ófundin síðdegis í gær. Hún sást greinilega á öryggismyndavélum.

Stal fimm rándýrum úlpum

Fimm rándýrum úlpum var stolið frá skólabörnum í Valhúsaskóla í gærmorgun. Stúlka náðist á mynd í öryggismyndavél, þar sem hún var að skoða úlpurnar og velja úr þær sem hún síðan tók með sér út. Málið var kært til lögreglu í gær.

Grunnskólabörn gómuðu úlpuþjófinn skæða

Skólabörn í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi hlupu uppi skæðan úlpuþjóf sem laumaðist inn í skólann í morgun. Stúlkan var að skoða úlpur sem hún hefur sennilegast ætlað stela. Þessi sama stúlka náðist á öryggismyndavél í skólanum á mánudag, en þá er talið að hún hafi stolið fimm 66° Norður úlpum. Slíkar úlpur eru dýrar. Þær geta kostað allt upp undir 70 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×