Innlent

Atli Gíslason sest á þing að nýju

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Atli Gíslason er kominn til starfa á þingi að nýju.
Atli Gíslason er kominn til starfa á þingi að nýju.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, tekur sæti á Alþingi í dag. Hann hefur veirð í leyfi frá þingstörfum í tvo mánuði. Eins og fréttastofa greindi frá á dögunum hefur enginn núverandi þingmanna tekið sér eins oft og lengi frí frá þingstörfum og Atli. Hann tók sér leyfi frá þingstörfum hinn 1. október, í þriðja sinn frá kosningum. Atli þáði ekki laun frá Alþingi í fjarveru sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×