Erlent

Gáfu lottóvinning upp á milljarð til vina og vandamanna

Eldri hjón á Nova Scotia í Kanada sem nýlega unnu rúmlega milljarð króna í lottói hafa ákveðið að gefa megnið af féinu til vina og vandamanna auk þess að fjórar kirkjur frá sinn skerf.

Þá mun sjúkrahús og slökkvistöðin í héraðinu sem þau búa í einnig njóta góðs af lotttóvinningnum. Þau hjónin halda aðeins eftir nokkrum milljónum króna fyrir sig sjálf.

Hjónin, Allen og Violet Large, eru bæði komin vel á áttræðisaldurinn. Allen segir í samtölum við kanadíska fjölmiðla að þau hjónin séu ánægð með það sem þau eiga og að líf þeirra gangi vel.

Það fylgir sögunni að sjúkrahúsið sem nýtur góðs af gjafmildinni er að meðhöndla Violet vegna krabbameins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×