Innlent

Koma verður í veg fyrir tvísköttun

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason. Mynd/Anton Brink
„Ég tel að það sé ekki slæm stefna til framtíðar að notendur borgi fyrir mannvirki sem þeir nota heldur en almennir skattgreiðendur," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. „Þá þarf að fyrirbyggja að tvísköttun eigi sér stað í framtíðinni."

Rætt var við Gísla í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Líkt og fram kom í fréttum í vikunni áætla stjórnvöld að verja tæpum 40 milljörðum króna til vegaframkvæmda á næstu fimm árum. Ætlunin var að fá Lífeyrissjóðina til þess að fjármagna verkefnin en eftir 9 mánaða samningaviðræður var þeim slitið af hálfu ríkisins, þar sem hugmyndir um vaxtakjör þóttu fráleitar.

Engu að síður munu framkvæmdirnar fara af stað og ætlar ríkið að fjármagna þær með hefðbundnu skuldabréfaútboði. Vinna við tvöföldun Suðurlandsvegar er þegar hafin en þær framkvæmdir eru nú inni á vegaáætlun Vegagerðinnar. Ætlunin er hinsvegar að setja þær yfir í 40 milljarða pakkann strax á næsta ári.

Til þess að fjármagna þessar framkvæmdir hefur verið rætt um að setja veggjald á helstu umferðaræðar út úr borginni meðal annars á Suðurlandsveg.

Gísli segir að svona róttæka stefnubreytingu þurfi að kynna vel fyrir landsmönnum. Um leið verði að koma verði í veg fyrir tvísköttun. Hægt er að hlusta á viðtalið hér. Þáttinn í heild sinni er hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×