Lífið

Fjölmennt á forvarnarfræðslu í FB

Erla María J. Tölgyes skrifar
Magnús og nemendur í FB.
Magnús og nemendur í FB.
Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fjölmenntu á forvarnarfyrirlestur sem haldinn var í skólanum í gærdag. Fræðslan sem um ræðir ,,Hættu áður en þú byrjar” er í umsjá Magnúsar Stefánssonar hjá Samhjálp og voru nemendur mjög áhugasamir. Á dagskrá var nýtt forvarnarmyndband, fræðsla um einkenni áfengis- og vímuefnaneyslu og skaðsemi þeirra.

Að fá fræðsluna inn í skólann er fyrsta verkefni nýstofnaðrar forvarnarnefndar nemendafélagsins en hlutverk hennar er að efla forvarnarstarf innan veggja skólans með ýmsum hætti.

Við þökkum Magnúsi fyrir komuna og vonumst til að nemendur hafi haft gagn og gaman að.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FB fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.