Innlent

Stjórnvöld tilbúin að leggja tugi milljarða í bankakerfið

Gjaldeyrishöftin og full ríkisábyrgð á innistæðum verða ekki afnumin fyrr en tryggt er að fjármögnun bankakerfisins standist án þessara varna, segir Seðlabankastjóri.

Stjórnvöld eru undir það búin að leggja tugi milljarða inn í bankakerfið ef það verður talið nauðsynlegt.

Það skýrist á næstu mánuðum hvort ólögmæti gengistryggingar hefur þær afleiðingar að eigendur fjármálafyrirtækja þurfi að leggja þeim til aukið eigið fé.

Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans um fjármálastöðugleika. Þó að þeirri óvissu létti á næstunni dugar það ekki til að gefa bönkum það heilbrigðisvottorð sem þarf til að hægt sé að losa verulega um gjaldeyrishöftin, segir Seðlabankastjóri.

„Það þarf líka að skoða það hvort fjármögnun bankanna stenst án hafta og án almennrar yfirlýsingar um tryggingar á innlánum - þannig að það verður að skoða það sérstaklega, en við skulum vona að það skilyrði verði smám saman uppfyllt líka. Það er að segja að bankarnir geti fjármagnað sig án þess að það séu gjaldeyrishöft og full ríkisábyrgð á innistæðum," segir Már.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×