Innlent

Fátækt í Danmörku: Biðraðir eftir mat aldrei verið lengri

Það er ekki aðeins á Íslandi þar sem biðraðir eftir matargjöfum hafa verið að lengjast því í Danmörku hefur ástandið ekki verið verra á síðari tímum. Danska blaðið Politiken greinir frá þessu og segir að ásókn fólks í hjálp fyrir jólin hafi sjaldan eða aldrei verið meiri.

Blaðið hafði samband við öll helstu hjálparsamtök Danmerkur og alls staðar var sama sagan, biðraðir hafa aldrei verið lengri. Hjálpræðisherinn hefur til að mynda þurft að bregða á það ráð í fyrsta sinn í sögunni, að neita einstæðingum sem ekki eiga börn, um mat.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að um 200 þúsund manns í Danmörku lifið á eða undir fátæktarmörkum. Fátæktarmörk miðast við helming af meðalframfærslu. Ný rannsókn hefur nú sýnt fram á að stór hluti þessa hóps, eða 107 þúsund manns eru langt fyrir neðan fátæktarmörkin eða með tekjur sem eru aðeins 40 prósent af meðalframfærslu.

Í þessum hópi eru einnig 24 þúsund manns, að því er rannsóknin, sem unnin var af Efnahagsráði dönsku verkalýðshreyfingarinnar sýnir fram á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×