Erlent

Wikileaks: Næsti leki afhjúpar bankakerfið

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, sem í gær birti 250 þúsund leyniskjöl úr bandarísku utanríkisþjónustunni, segir í samtali við Forbes tímaritið, að næsti leki muni afhjúpa spillingu bankakerfisins í heiminum.

Assange segir að tugum þúsunda skjala verði lekið snemma á næsta ári og að þau muni afhjúpa vinnubrögð eins af stærri bönkum Bandaríkjanna og hvernig fyrirtækið hagar sér víða um heim.

Assange vildi ekki greina frá því um hvaða banka væri að ræða en sagði að skjölin sýni skýrt þá slæmu hegðun sem viðgangist í bankakerfi heimsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×