Erlent

Handrukkari hvað?

Óli Tynes skrifar
Handverksmaðurinn hugljúfi Giuseppe Raeli.
Handverksmaðurinn hugljúfi Giuseppe Raeli.

Ítalski handverksmaðurinn Giuseppe Raeli var ekkert að kalla til handrukkara þegar menn tregðuðust við að greiða reikninga hans. Hann einfaldlega drap þá sem borguðu ekki. Giuseppe er 69 ára gamall og býr í smáþorpi á Sikiley. Hann er kvæntur og tveggja barna faðir. Giuseppe hefur verið formlega ákærður fyrir morðin á fimm viðskiptavinum.

Ítalska fréttastofan Ansa segir að alls sé hann grunaður um að hafa myrt átta manns á árunum 1997 til 2004. Ákærandinn segir að nóg hafi verið að skulda Giuseppe nokkurhundruð evrur. Menn lifðu það ekki af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×