Innlent

Nítján Íslandsmet í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóni Margeir Sverrissyni hefur gengið afskaplega vel í ár. Mynd af facebook síðu hans.
Jóni Margeir Sverrissyni hefur gengið afskaplega vel í ár. Mynd af facebook síðu hans.
Sundmaðurinn frækni, Jón Margeir Sverrisson, hefur sett nítján Íslandsmet i ellefu sundgreinum á þessu ári. Jón Margeir er átján ára gamall og þroskaheftur en hann lætur ekki fötlun sína aftra sér frá því að taka þátt í íþróttum fremur en öðru.

Faðir hans, Sverrir Gíslason, segist vera afar stoltur af stráknum „Maður gengur ekki um, maður svífur," segir Sverrir í samtali við Vísi. Jón Margeir hefur ítrekað farið til útlanda í ár til þess að taka þátt í stórmótum. Meðal annars hefur hann sótt keppnir í Þýskalandi, HM fatlaðra í Eindoven og í Malmö. Á síðastnefnda mótinu vann hann fimm greinar af sex og hlaut svo ein silfurverðlaun. Einnig hefur hann unnið fjölmargar keppnir hér heima í ár.

Sverrir segir að Jón Margeir hafi æft sund með hléum. Hann var lengst af í sundi hjá Öspinni en skipti nýlega yfir í sunddeild Fjölnis þar sem hann æfir með ófötluðum unglingum sem eru örfáum árum yngri en hann sjálfur.

Jón Margeir er með stuðningssíðu á Facebook. Það er hægt að skoða hana með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×