Erlent

Telja Picasso verkin stolin

Óli Tynes skrifar
Pablo Picasso.
Pablo Picasso.

Fjölskylda Pablos Picasso hefur höfðað mál á hendur rafvirkja sem skaut upp kollinum með 271 áður óséð verk eftir listamanninn. Safnið er metið á yfir milljarð íslenskra króna. Pierre Le Gunnec sem er sjötíu og eins árs gamall segir að Jaqueline eiginkona Picassos hafi gefið sér myndirnar á margra ára tímabili þegar hann vann fyrir þau hjónin.

Lögfræðingur fjölskyldunnar segir fáránlegt að trúa því að Picasso hafi samþykkt að gefa nánast ókunnugum manni 271 listaverk. Claude Picasso sonur málarans segir að faðir sinn hafi verið þekktur fyrir örlæti og myndagjafir. Það hafi hinsvegar verið ófrávíkjanleg venja hjá honum að skrifa á myndirnar. Hann hafi tileinkað þær viðtakanda, dagsett þær og skrifað nafn sitt undir. Ekkert slíkt er að finna á myndum rafvirkjans nýríka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×