Erlent

Enn sótt að Obama vegna uppruna hans

Óli Tynes skrifar
Foreldrar forsetans. Faðurinn er sagður hafa verið breskur ríkisborgari.
Foreldrar forsetans. Faðurinn er sagður hafa verið breskur ríkisborgari.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá enn einu málinu þar sem því var haldið fram að Barack Obama væri ekki bandarískur ríkisborgari. Í málatilbúnaðinum sagði að faðir forsetans hefði verið frá Kenya. Kenya var á þeim árum Bresk nýlenda og faðirinn því breskur ríkisborgari. Því var haldið fram að samkvæmt stjórnarskránni þyrftu báðir foreldrar að vera bandarískir ríkisborgarar til þess að börn fengju þá stöðu.

Obama hefur fyrir löngu lagt fram fæðingarvottorð sitt sem sýnir að hann fæddist í Honolulu á Hawaii hinn fjórða ágúst árið 1961. Engu að síður trúir ótrúlegur fjöldi manna því að hann sé ekki Bandarískur ríkisborgari. Ótrúlegur fjöldi trúir því einnig að hann sé múslimi. Dómstólar víðsvegar í landinu hafa vísað frá málum þar sem reynt hefur verið að sanna þetta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×