Innlent

Fjölskylduhjálpin opnar í Reykjanesbæ

Gríðarleg aðsókn hefur verið undanfarna mánuði í Fjölskylduhjálpina í Reykjavík
Gríðarleg aðsókn hefur verið undanfarna mánuði í Fjölskylduhjálpina í Reykjavík
Fjölskylduhjálp Íslands opnar nýja starfsstöð í Reykjanesbæ þann 9. desember. Er þetta þriðja starfsstöð Fjölskylduhjálparinnar sem fyrir starfar í Reykjavík og á Akureyri.

Í tilkynningu segir að forsvarsmenn telji að neyðin sé síst minin á Suðurnesjum, þar sem þar sem atvinnuástand er slæmt og hefur verið lengi og þar sem fjöldi suðurnesjabúa sækja sér aðstoð til Reykjavíkur.

Auglýst er eftir sjálfboðaliðum og eru þeir boðaðir í viðtal miðvikudaginn 1. desember milli klukkan tíu og tvö í Eskihlíð 2-4 í Reykjavík eða hafa samband í síma 892-9603.

Starfsstöðin í Reykjanesbæ verður að Hafnargötu 29 og er stefnt að vikulegum úthlutunum frá og með 9. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×