Innlent

Árásin á Ólaf: Gæsluvarðhald framlengt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gæsluvarðhaldið var framlengt til 27. desember. Mynd/ Heiða.
Gæsluvarðhaldið var framlengt til 27. desember. Mynd/ Heiða.
Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum sem réðst á Ólaf Þórðarson tónlistamann hefur verið framlengdur til 27. desember næstkomandi.

Það var sonur Ólafs, Þorvarður Davíð Ólafsson, sem réðst á hann þann 14. nóvember síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega höfuðáverka. Hann hefur játað verknaðinn.

Eins og Vísir greindi frá í morgun hefur hann legið á Landspítalanum síðan þá og er nú á heila- og taugadeild.




Tengdar fréttir

Ólafur kominn af gjörgæsludeild

Ólafur Þórðarson, tónlistarmaður úr Ríó tríóinu, er kominn af gjörgæsludeild. Ólafur varð fyrir fólskulegri árás um miðjan nóvember og hefur legið á Landspítalanum síðan þá. Samkvæmt upplýsingum Vísis var Ólafur svo færður á heila- og taugadeild fyrir örfáum dögum og má merkja hægar en jákvæðar breytingar á líðan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×