Innlent

Vill fund í allsherjarnefnd vegna kosninganna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjarnefnd. Mynd/ GVA.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjarnefnd. Mynd/ GVA.
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjarnefnd með landskjörstjórn og yfirlögfræðingi Alþingis vegna nýliðinna kosninga til stjórnlagaþings. Vigdis bendir á það í tölvubréfi til Róberts Marshall, formanns allsherjarnefndar, að fréttir hefðu borist af miklu magni ógildra og gallaðra atkvæðaseðla. Upphaflega stóð til að úrslit kosninganna yrðu kunngjörð í gær, en landskjörstjórn sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem tilkynnt var að það myndi dragast vegna mikils fjölda vafaatkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×