Erlent

Lesbískar Barbídúkkur á umdeildu dagatali

Þessar Barbídúkkur eru sómasamlega til fara
Þessar Barbídúkkur eru sómasamlega til fara
Framleiðendur Barbí eru æfir og ætla að lögsækja listamenn sem búið hafa til dagatal með nektarmyndum af Barbídúkkum í lesbískum ástarlotum.

Argentínsku listamennirnir Breno Costa and Guilherme Souza segjast hafa unnið dagatalið í samvinnu við leikfangaframleiðandann Matcbox sem er í eigu framleiðenda Barbí, Matell.

Sumar myndir á dagatalinu sýna Barbí einfaldlega án klæða en á öðrum sjást Barbídúkkur í innilegum athöfnum með öðrum kvendúkkum. Listamennirnir segja að dagatalið eigi að endurspegla hvernig kynlíf er notað til að selja allan skapaðan hlut, þar á meðal leikföng sem ætluð eru börnum.

Talsmaður Mattell í Evrópu, Stephanie Wegener, fordæmir myndirnar. „Við viljum ekki að Barbí sé myndbirt á þennan hátt, sér í lagi ekki með vörumerkinu okkar. Við munum lögsækja þessa menn.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×