Sáttin og snjórinn 3. mars 2010 06:00 Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál. Þegar byrjaði að snjóa í Reykjavík í síðustu viku, breytti borgin um svip. Hús og garðar fengu á sig dulúðlegan blæ, götur og ljósastaurar voru eins og klippt út úr Narníu. Umferðarniðurinn og borgarhávaðinn sem fylgir íbúunum frá morgni til kvölds kæfðist undir þykkri snjóbreiðunni. Áætlanir og tímamörk riðluðust því enginn komst almennilega leiðar sinnar. Snjórinn fékk okkur til að staldra við. Nýfallinn snjór sem breiðir yfir allt kallar fram þrána í brjóstum okkar eftir því sem er hreint og óspillt. Snjórinn fellur á skítugar götur og ruslahauga og leyfir okkur að halda augnablik að umhverfið okkar sé einmitt þannig: hreint og óspillt. Snjónum fylgir þannig huggun og hugheysting. Þessa daga og misseri líður okkur á Íslandi eins og við sitjum á stórum haug þar sem ýmislegt leynist. Hruninn trúverðugleiki nær frá viðskiptaheiminum inn í embættismannakerfið, stjórnmálin og samfélagið allt. Við bíðum eftir aðgerðum sem miða að því að reisa við réttlæti þeim til handa sem nú líða fyrir ábyrgðarleysi og skeytingarleysi annarra. Aðgerðir sem miða að réttlæti eru forsenda þess að sátt náist í samfélaginu. Án sáttar fær kreppan að lifa í huga og hjarta ungra sem aldinna. Aðgerðir sem miða að réttlæti í samfélaginu, nefna hlutina sínu rétta nafni og kryfja málin til mergjar. Þær ganga jafnt yfir alla. Réttlæti snýst hvorki um hefnd né offors. Það miðar að jafnvægi og jafnrétti. Góðverk og góður ásetningur koma aldrei í stað réttlætis. Á það benti Ágústínus kirkjufaðir á sinni tíð og á það minnum við núna. Við þurfum að vinna saman að réttlæti í samfélaginu. Þráin í hjarta okkar er til samfélags þar sem ríkir sátt og náungakærleikur, til náungasamfélags. Þangað skulum við stefna. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál. Þegar byrjaði að snjóa í Reykjavík í síðustu viku, breytti borgin um svip. Hús og garðar fengu á sig dulúðlegan blæ, götur og ljósastaurar voru eins og klippt út úr Narníu. Umferðarniðurinn og borgarhávaðinn sem fylgir íbúunum frá morgni til kvölds kæfðist undir þykkri snjóbreiðunni. Áætlanir og tímamörk riðluðust því enginn komst almennilega leiðar sinnar. Snjórinn fékk okkur til að staldra við. Nýfallinn snjór sem breiðir yfir allt kallar fram þrána í brjóstum okkar eftir því sem er hreint og óspillt. Snjórinn fellur á skítugar götur og ruslahauga og leyfir okkur að halda augnablik að umhverfið okkar sé einmitt þannig: hreint og óspillt. Snjónum fylgir þannig huggun og hugheysting. Þessa daga og misseri líður okkur á Íslandi eins og við sitjum á stórum haug þar sem ýmislegt leynist. Hruninn trúverðugleiki nær frá viðskiptaheiminum inn í embættismannakerfið, stjórnmálin og samfélagið allt. Við bíðum eftir aðgerðum sem miða að því að reisa við réttlæti þeim til handa sem nú líða fyrir ábyrgðarleysi og skeytingarleysi annarra. Aðgerðir sem miða að réttlæti eru forsenda þess að sátt náist í samfélaginu. Án sáttar fær kreppan að lifa í huga og hjarta ungra sem aldinna. Aðgerðir sem miða að réttlæti í samfélaginu, nefna hlutina sínu rétta nafni og kryfja málin til mergjar. Þær ganga jafnt yfir alla. Réttlæti snýst hvorki um hefnd né offors. Það miðar að jafnvægi og jafnrétti. Góðverk og góður ásetningur koma aldrei í stað réttlætis. Á það benti Ágústínus kirkjufaðir á sinni tíð og á það minnum við núna. Við þurfum að vinna saman að réttlæti í samfélaginu. Þráin í hjarta okkar er til samfélags þar sem ríkir sátt og náungakærleikur, til náungasamfélags. Þangað skulum við stefna. Höfundar eru prestar.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun