Fótbolti

Navas vill fá ríflega launahækkun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framtíð spænska landsliðsmannsins Jesus Navas hjá Sevilla er enn í óvissu. Leikmaðurinn er í samningaviðræðum við félagið og vill fá ríflega launahækkun.

Navas krefst þess að fá 2.5 milljónir evra í árslaun. Fái hann ekki þá peninga mun hann ekki framlengja samninginn sem rennur út árið 2012.

Það er enginn skortur á félögum sem vilja fá Navas í sínar raðir. Nægir þar að nefna Barcelona, Real Madrid og Arsenal.

Navas er þó sagður vilja vera áfram hjá félaginu enda býr fjölskylda hans í borginni og hann vill vera nálægt henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×