Jafntefli hjá ensku liðunum en stórsigrar hjá þeim spænsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2010 20:38 Wayne Rooney náði sér ekki á strik í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Fyrstu átta leikirnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fóru fram í kvöld. Bæði ensku liðin sem voru í eldlínunni í kvöld gerðu jafntefli. Manchester United og Rangers gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford í C-riðli en fyrir leikinn gerði Alex Ferguson tíu breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Leikurinn var afar tíðindalitill og verður helst minnst fyrir þau slæmu meiðsli sem Antonio Valencia varð fyrir í síðari hálfleik. Bera þurfti Valencia af velli sem hefur líklegast ökklabrotnað. Tottenham komst í 2-0 gegn Werder Bremen í Þýskalandi strax í fyrri hálfleik en mátti sætta sig við jafntefli. Peter Crouch skoraði síðara mark Tottenham en það fyrra var sjálfsmark Petri Pasanen. Hugo Almeida minnkaði muninn fyrir Bremen rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Marco Marin jafnaði metin í upphafi þess síðari. Spænsku liðin Valencia og Barcelona unnu stórsigra í sínum leikjum í kvöld. Valencia vann Bursaspor í Tyrklandi og Börsungar kjöldrógu Panathinaikos á heimavelli, 5-1. Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona. Titilvörn Inter hófst ekki á góðum nótum en liðið gerði jafntefli við Twente á útivelli, 2-2. Diego Milito, sem skoraði bæði mörk Inter í sigrinum á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor, skoraði sjálfsmark í kvöld. Sölvi Geir Ottesen spilaði allan leikinn fyrir FC Kaupmannahöfn sem vann 1-0 sigur á Rubin Kazan á Parken í kvöld. Hér eru úrslit og markaskorarar kvöldsins: A-riðill:Werder Bremen - Tottenham 2-2 0-1 Petri Pasanen, sjálfsmark (12.) 0-2 Peter Crouch (18.) 1-2 Hugo Almeida (43.) 2-2 Marco Marin (47.)Twente - Inter 2-2 0-1 Wesley Sneijder (14.) 1-1 Theo Janssen (20.) 2-1 Diego Milito, sjálfsmark (30.) 2-2 Samuel Eto'o (41.) B-riðill:Lyon - Schalke 1-0 1-0 Michel Bastos (21.).Benfica - Hapoel Tel-Aviv 2-0 1-0 Luisao (21.) 2-0 Oscar Cardozo (68.) C-riðill:Manchester United - Glasgow Rangers 0-0Bursaspor - Valencia 0-4 0-1 Ricardo Costa (16.) 0-2 Ricardo Vosta (41.) 0-3 Pablo (68.) 0-4 Roberto Soldado (76.) D-riðill:FC Kaupmannahöfn - Rubin Kazan 1-0 1-0 Dame N'Doye (87.)Barcelona - Panathinaikos 5-1 0-1 Sidney Govou (20.) 1-1 Lionel Messi (22.) 2-1 David Villa (33.) 3-1 Lionel Messi (45.) 4-1 Pedro (78.). 5-1 Dani Alves (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira