Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, tekur undir orð Högna Hoydal, formanns Tjóðveldisflokkssins, um að Jenis av Rana, formaður Miðflokks Færeyja, ætti að skammast sín.
Þetta kemur fram á einum víðlesnasta vef Færeyinga, Portal.fo.
Jenis sagði í viðali við færeyska fjölmiðla í gær að hann myndi ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur og eiginkonu hennar, Jónínu Leósdóttur, vegna þess að þær væru samkynhneigðar.
Jenis segir veru þeirra í Færeyjum ögrun og stangast á við trúarleg gildi.
Högni skrifaði svo grein á vefinn Vágaportalurinn í dag og gagnrýndi Jenis harðlega. Í kjölfarið tók lögmaður Færeyja undir orð Högna.