Erlent

Rússneska flugvélin missti afl á tveimur hreyflum

Flugvélin sem var af gerðinni Tubolev TU-154 brotnaði í nokkra parta.
Flugvélin sem var af gerðinni Tubolev TU-154 brotnaði í nokkra parta. Mynd/AP
Rannsókn á flugslysi við Domodedovo flugvöll í Moskvu í gær hefur leitt í ljós að það drapst á tveimur af þremur hreyflum flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Þá drapst á þriðja hreyflinum þegar flugmenn reyndu nauðlendingu á flugvellinum. Tveir fórust og 83 slösuðust í slysinu.

Flugvélin var af gerðinni Tubolev TU-154 og rann hún fram af flugbrautinni eftir lendingu og brotnaði í nokkra parta.

Mönnum ber ekki saman um hve margir voru um borð í flugvélinni. Sumir segja 155 en fulltrúar stjórnvalda segja að 168 farþegar og 8 manna áhöfn hafi verið um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×