Innlent

Jón Ásgeir sagður ræningi

Sænski viðskiptafréttavefurinn E24 fjallar um Jón Ásgeir.
Sænski viðskiptafréttavefurinn E24 fjallar um Jón Ásgeir.

Í greinaflokki sænska viðskiptafréttavefsins E24 um helstu fjárglæframenn og svindlara efnahagskreppunnar er Jón Ásgeir Jóhannesson sagður hafa breyst úr glaumgosa í ræningja. Í greinaflokknum hefur áður m.a. verið fjallað um fjársvikamál bandaríska kaupsýslumannsins Bernard Madoff.

Í E24 kemur fram að Jón Ásgeir hafi verið afar eignamikill á árunum fyrir efnahagskreppuna. Hann hafi átt 30% hlut í Glitni, verið stórtækur á smásölumarkaðnum hér á landi og auk þess átt verslanir eins og Goldsmiths, Hemleys og Debenhamns. Vefurinn bendir á að sú staða hafi gjörbreyst og nú eigi Jón Ásgeir undir högg að sækja. E24 segir að glaumgosastimpillinn hafi fest við Jón Ásgeir vegna ótal margra kampavínsdrykkjunótta (s.champagnefyllda nätter).

Ikea-vaskurinn í lúxusíbúð Jóns Ásgeirs og eiginkonu hans, Ingibjörgu Pálmadóttur, í New York kemur einnig við sögu í umfjölluninni. Líkt áður hefur komið fram höfðaði leigufélagið Paramount Realty Group skaðabótamál gegn hjónunum en félagið taldi að eldhús íbúðarinnar væri of ljótt fyrir glæsiíbúð af þessari gerð. Ikea sé þekkt lágvöruverslun og því óboðlegt að bjóða upp á innréttingar frá fyrirtækinu í íbúðinni.

Umfjöllun E24 um Jón Ásgeir er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×