Erlent

Kröfðust lausnar Liu Xiaobo

Frá Hong Kong í dag. Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í Osló í lok vikunnar.
Frá Hong Kong í dag. Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í Osló í lok vikunnar. Mynd/AP
Hundruð manna mótmæltu fangelsun Nóbelsverðlaunahafans Liu Xiaobo og kröfðust lausnar hans í Hong Kong í dag en þessa var krafist með útifundum á nokkrum öðrum stöðum í heiminum í dag. Friðarverðlaun Nóbels verða afhent í Osló höfuðborg Noregs á föstudag.

Mótmælendur komu saman fyrir framan stjórnarbyggingar í Hong Kong og gekk þaðan ásamt öflugum lögregluverði að höfuðstöðvum kínverskra stjórnvalda í borginni. Liu var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir undirróðursstarfsemi og reiddust kínversk stjórnvöld Norðmönnum þegar tilkynnt var að hann fengi friðarverðlaun Nóbels í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×