Innlent

Vilja ráðherra út af þingi

Af 25 fulltrúum stjórnlagaþings sem kemur saman í febrúar á næsta ári eru 20 frekar eða mjög mótfallnir því að ráðherrar haldi sætum sínum á Alþingi. Meirihluti fulltrúanna vill þannig að ráðherrarnir víki sæti á Alþingi þegar taka við ráðherradómi. Aðeins tveir af fulltrúunum eru þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi að sitja áfram á þingi.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í helgarblaði Fréttablaðsins en blaðið lagði nokkrar spurningar fyrir fulltrúana sem náði kjöru á stjórnlagaþing um síðustu helgi. Hægt er að skoða umfjöllunina hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×