Innlent

1250 lítrar af landa í bílskúr í Kópavogi

Um 850 lítrar af gambra uppgötvuðust í bílskúrnum.
Um 850 lítrar af gambra uppgötvuðust í bílskúrnum. MYND/Valli

Rannsóknarlögreglumenn fóru í húsleit í gærkvöldi í vesturbæ Kópavogs og uppgötvuðu þar umfangsmikla landabruggverksmiðju í bílskúr. Í skúrnum reyndust vera 400 lítrar af áfengi auk 850 lítra af gambra.

Suðutæki voru einnig á staðnum auk annara áhalda til bruggframleiðslu. Gerði lögregla tækin og áfengið upptækt. Einn maður var handtekinn vegna málsins og var honum sleppt að loknum yfirheyrslum.

Málið telst upplýst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×