Skattaskýrsla lengdi bið eftir barni 3. desember 2010 05:00 Frá Kína Flest börn sem eru ættleidd af íslenskum foreldrum koma frá Kína. Um hundrað eru á biðlista hérlendis. mynd/getty „Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal. Tilefnið var breytt vinnulag hennar við meðferð umsókna um ættleiðingar eftir hrunið og hert eftirlit með fjárhag umsækjenda. Sýslumaður sendi umsækjendum, sem eru í endurnýjunarferli með forsamþykki til ættleiðingar, bréf fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hún hafi farið þess á leit við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna að farið verði vandlega yfir núverandi eigna- og skuldastöðu umsækjenda. Sama eigi við um hugsanlegar breytingar á öðrum högum fólks, eins og hvort viðkomandi hafi enn vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif þess á fjárhag einstaklinga og fjölskyldna. Vigdís sendi athugasemdir til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að vinnulag sýslumanns fari í bága við helstu meginreglur stjórnsýsluréttar og beri vott um „afar bága stjórnsýsluhætti af hálfu sýslumanns.“ Í athugasemdunum kemur fram að sýslumaður óskaði eftir því við umsækjendur að þeir skiluðu skattframtali fyrir árið 2009 áður en framtalsfrestur var liðinn, og afgreiðslu umsókna var frestað á meðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta sé aðeins eitt dæmi þess að Áslaug gangi hart fram og geri kröfur sem enga stoð eigi í lögum og reglum. Hefur hún til dæmis sett það fyrir sig að umsækjendur búi í leiguhúsnæði, sem hefur tafið afgreiðslu umsóknar. Sýslumaður sendi ráðuneytinu álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar eftir því var leitað. Í stuttu máli hafnar hún öllu sem kemur fram í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með alvarlegum hætti bæði vankunnáttu og skorti á skilningi á þeim lögum, reglum og alþjóðlegu samningum um ættleiðingar sem sýslumanni ber að fara eftir.“ Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ segir að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga, hún sé bæði lögmæt og vönduð. Vigdís telur meðferð ráðuneytisins með ólíkindum og málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
„Það þarf ekki sérfræðing til að sjá að það er óeðlilegt að ein manneskja taki ákvörðun um útgáfu allra ættleiðingarleyfa á Íslandi“, segir Vigdís Ó. Sveinsdóttir, lögfræðingur Íslenskrar ættleiðingar (ÍÆ), sem fór fram á það fyrr á þessu ári að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið kannaði stjórnsýslu Áslaugar Þórarinsdóttur, sýslumanns í Búðardal. Tilefnið var breytt vinnulag hennar við meðferð umsókna um ættleiðingar eftir hrunið og hert eftirlit með fjárhag umsækjenda. Sýslumaður sendi umsækjendum, sem eru í endurnýjunarferli með forsamþykki til ættleiðingar, bréf fyrr á þessu ári. Þar kemur fram að hún hafi farið þess á leit við barnaverndarnefndir sveitarfélaganna að farið verði vandlega yfir núverandi eigna- og skuldastöðu umsækjenda. Sama eigi við um hugsanlegar breytingar á öðrum högum fólks, eins og hvort viðkomandi hafi enn vinnu. Ástæðan er hrunið og áhrif þess á fjárhag einstaklinga og fjölskyldna. Vigdís sendi athugasemdir til dómsmálaráðuneytisins fyrir hönd ÍÆ fyrr á þessu ári. Telur ÍÆ að vinnulag sýslumanns fari í bága við helstu meginreglur stjórnsýsluréttar og beri vott um „afar bága stjórnsýsluhætti af hálfu sýslumanns.“ Í athugasemdunum kemur fram að sýslumaður óskaði eftir því við umsækjendur að þeir skiluðu skattframtali fyrir árið 2009 áður en framtalsfrestur var liðinn, og afgreiðslu umsókna var frestað á meðan. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta sé aðeins eitt dæmi þess að Áslaug gangi hart fram og geri kröfur sem enga stoð eigi í lögum og reglum. Hefur hún til dæmis sett það fyrir sig að umsækjendur búi í leiguhúsnæði, sem hefur tafið afgreiðslu umsóknar. Sýslumaður sendi ráðuneytinu álit sitt á málflutningi ÍÆ þegar eftir því var leitað. Í stuttu máli hafnar hún öllu sem kemur fram í erindi ÍÆ og segir það lýsa „með alvarlegum hætti bæði vankunnáttu og skorti á skilningi á þeim lögum, reglum og alþjóðlegu samningum um ættleiðingar sem sýslumanni ber að fara eftir.“ Í svarbréfi ráðuneytisins til ÍÆ segir að ekkert sé við stjórnsýsluna að athuga, hún sé bæði lögmæt og vönduð. Vigdís telur meðferð ráðuneytisins með ólíkindum og málinu sé hvergi nærri lokið af hálfu ÍÆ. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“