Innlent

Stjórnarþátttakan afhjúpar veikleika flokksins

Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar um skýrslu umbótanefndar flokksins á Hótel Loftleiðum í dag.
Flokksstjórn Samfylkingarinnar fundar um skýrslu umbótanefndar flokksins á Hótel Loftleiðum í dag.
Umbótanefnd Samfylkingarinnar kemst að þeirri megin niðurstöðu í skýrslu sem lögð er fyrir flokksstjórn í dag að bankahrunið og ríkisstjórnarþátttaka flokksins afhjúpi veikleika í flokksstarfinu. Varaformaður flokksins segir að ábyrgðin á bankahruninu megi ekki einskorðast við þá einstaklinga sem stóðu í eldlínunni á tíma hrunsins.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar hófst á Hótel Loftleiðum í morgun en megin umfjöllunarefni fundarins eru tillögur umbótanefndar flokksins. Nefndin var skipuð í aprílmánuði til að fara yfir starfshætti og ábyrgð samfylkingarinnar í aðdraganda bankahrunsins.

Tillögum nefndarinnar er skipt í sex kafla en tilgangurinn er að auðvelda flokknum að taka á innri og ytri málum og styrkja stefnumótun til framtíðar.

Fram kom í máli Dags B. Eggertssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, þegar fundurinn var settur í morgun að bankahrunið hafi hvílt þungt á flokknum og menn þurfi að horfast í augu við þau mistök sem voru gerð og viðurkenna ábyrgð.

„Við sem einstaklingar og Samfylkingin sem flokkur verðum að viðurkenna okkar ábyrgð og viðurkenna okkar hlut í því sem brást en getum ekki einskorðað það við fáeina einstaklinga sem voru í eldlínu þessara atburða. Ábyrgð okkar er meira því hún er hér og nú,“ sagði Dagur.

Dagur sagði að flokkurinn þurfi að endurmeta starfshætti og innra starf. „Fyrsta skrefið er að gangast við ábyrgð okkar en láta sakbendingum linna. Finnum styrkinn í því að horfast í augu við eigin ábyrgð, viðurkenna hana og kveðjum hrokann. Hroki er varnarviðbragð í núinu en

á lítið erindi við fortíðina og ekkert erindi við framtíðina.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×