Hannaði forsíðu Monocle 4. desember 2010 21:30 Forsíðan á nýjasta Monocle var ekki hrist fram úr erminni á Þorbirni Ingasyni hönnuði heldur liggur að baki mikil smáatriðavinna þar sem pappírsmódel koma töluvert við sögu. Þegar pappírsmódelunum hafði verið stillt upp í réttum hlutföllum tók Torfi Agnarsson mynd og hún var síðan notuð á forsíðunni. Icelandair-spil Þorbjörns Ingasonar vöktu mikla athygli í fyrra þegar Financial Times og tímaritið Monocle settu þau á lista yfir það besta sem hægt væri að taka úr flugvélum. Þorbjörn hefur nú hannað forsíðu á síðarnefnda blaðið. Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hannar forsíðuna á desember/janúar-útgáfu tímaritsins Monocle sem er ritstýrt af hinum virta Tyler Brúlé en hann situr einnig í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifamikils blaðs á sviði útlits og hönnunar. Efni blaðsins eru spár þess um hvað muni gerast árið 2011 og í fljótu bragði virðist forsíðumyndin fremur einföld. Öðru nær. „Mitt hlutverk var að finna „element" eða tákn fyrir hvern efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði þau í tölvu, prentaði út og klippti niður í pappírsmódel," útskýrir Þorbjörn. Pappírsmódelunum var síðan stillt upp þannig að myndin væri í réttum hlutföllum. Þorbjörn fékk Torfa Agnarsson ljósmyndara til að taka myndina sem síðan var notuð á forsíðuna. Hönnuðurinn segir Monocle-menn hafa verið sátta, þeir hafi allavega notað myndina, hann sent reikning sem síðan var borgaður. „Þetta er ekki mikill peningur, ég er allavega ekki að fara að græja yfirdráttinn eða borga niður húsnæðislánið." Verkefnið kom upp í október á þessu ári og raunar í beinu framhaldi af umfjöllun blaðsins um spilin góðu þótt Þorbjörn hafi vissulega unnið á stofunni sem gefur blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég hef verið í sambandi við þá síðan," útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður með eigin stofu og er kominn með umboðsmann í New York. „Nú er maður orðinn sjálfstæður verktaki og þetta verkefni var því ágætlega tímasett enda hugsaði ég það sem ágætis kynningu fyrir mig og mín verk," segir Þorbjörn en áðurnefnt tímarit er nú fáanlegt í öllum betri bókaverslunum landsins. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Icelandair-spil Þorbjörns Ingasonar vöktu mikla athygli í fyrra þegar Financial Times og tímaritið Monocle settu þau á lista yfir það besta sem hægt væri að taka úr flugvélum. Þorbjörn hefur nú hannað forsíðu á síðarnefnda blaðið. Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hannar forsíðuna á desember/janúar-útgáfu tímaritsins Monocle sem er ritstýrt af hinum virta Tyler Brúlé en hann situr einnig í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifamikils blaðs á sviði útlits og hönnunar. Efni blaðsins eru spár þess um hvað muni gerast árið 2011 og í fljótu bragði virðist forsíðumyndin fremur einföld. Öðru nær. „Mitt hlutverk var að finna „element" eða tákn fyrir hvern efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði þau í tölvu, prentaði út og klippti niður í pappírsmódel," útskýrir Þorbjörn. Pappírsmódelunum var síðan stillt upp þannig að myndin væri í réttum hlutföllum. Þorbjörn fékk Torfa Agnarsson ljósmyndara til að taka myndina sem síðan var notuð á forsíðuna. Hönnuðurinn segir Monocle-menn hafa verið sátta, þeir hafi allavega notað myndina, hann sent reikning sem síðan var borgaður. „Þetta er ekki mikill peningur, ég er allavega ekki að fara að græja yfirdráttinn eða borga niður húsnæðislánið." Verkefnið kom upp í október á þessu ári og raunar í beinu framhaldi af umfjöllun blaðsins um spilin góðu þótt Þorbjörn hafi vissulega unnið á stofunni sem gefur blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég hef verið í sambandi við þá síðan," útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður með eigin stofu og er kominn með umboðsmann í New York. „Nú er maður orðinn sjálfstæður verktaki og þetta verkefni var því ágætlega tímasett enda hugsaði ég það sem ágætis kynningu fyrir mig og mín verk," segir Þorbjörn en áðurnefnt tímarit er nú fáanlegt í öllum betri bókaverslunum landsins. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira