Hannaði forsíðu Monocle 4. desember 2010 21:30 Forsíðan á nýjasta Monocle var ekki hrist fram úr erminni á Þorbirni Ingasyni hönnuði heldur liggur að baki mikil smáatriðavinna þar sem pappírsmódel koma töluvert við sögu. Þegar pappírsmódelunum hafði verið stillt upp í réttum hlutföllum tók Torfi Agnarsson mynd og hún var síðan notuð á forsíðunni. Icelandair-spil Þorbjörns Ingasonar vöktu mikla athygli í fyrra þegar Financial Times og tímaritið Monocle settu þau á lista yfir það besta sem hægt væri að taka úr flugvélum. Þorbjörn hefur nú hannað forsíðu á síðarnefnda blaðið. Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hannar forsíðuna á desember/janúar-útgáfu tímaritsins Monocle sem er ritstýrt af hinum virta Tyler Brúlé en hann situr einnig í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifamikils blaðs á sviði útlits og hönnunar. Efni blaðsins eru spár þess um hvað muni gerast árið 2011 og í fljótu bragði virðist forsíðumyndin fremur einföld. Öðru nær. „Mitt hlutverk var að finna „element" eða tákn fyrir hvern efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði þau í tölvu, prentaði út og klippti niður í pappírsmódel," útskýrir Þorbjörn. Pappírsmódelunum var síðan stillt upp þannig að myndin væri í réttum hlutföllum. Þorbjörn fékk Torfa Agnarsson ljósmyndara til að taka myndina sem síðan var notuð á forsíðuna. Hönnuðurinn segir Monocle-menn hafa verið sátta, þeir hafi allavega notað myndina, hann sent reikning sem síðan var borgaður. „Þetta er ekki mikill peningur, ég er allavega ekki að fara að græja yfirdráttinn eða borga niður húsnæðislánið." Verkefnið kom upp í október á þessu ári og raunar í beinu framhaldi af umfjöllun blaðsins um spilin góðu þótt Þorbjörn hafi vissulega unnið á stofunni sem gefur blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég hef verið í sambandi við þá síðan," útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður með eigin stofu og er kominn með umboðsmann í New York. „Nú er maður orðinn sjálfstæður verktaki og þetta verkefni var því ágætlega tímasett enda hugsaði ég það sem ágætis kynningu fyrir mig og mín verk," segir Þorbjörn en áðurnefnt tímarit er nú fáanlegt í öllum betri bókaverslunum landsins. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Icelandair-spil Þorbjörns Ingasonar vöktu mikla athygli í fyrra þegar Financial Times og tímaritið Monocle settu þau á lista yfir það besta sem hægt væri að taka úr flugvélum. Þorbjörn hefur nú hannað forsíðu á síðarnefnda blaðið. Hönnuðurinn Þorbjörn Ingason hannar forsíðuna á desember/janúar-útgáfu tímaritsins Monocle sem er ritstýrt af hinum virta Tyler Brúlé en hann situr einnig í ritstjórastóli Wallpaper, áhrifamikils blaðs á sviði útlits og hönnunar. Efni blaðsins eru spár þess um hvað muni gerast árið 2011 og í fljótu bragði virðist forsíðumyndin fremur einföld. Öðru nær. „Mitt hlutverk var að finna „element" eða tákn fyrir hvern efnisþátt í blaðinu. Ég hannaði þau í tölvu, prentaði út og klippti niður í pappírsmódel," útskýrir Þorbjörn. Pappírsmódelunum var síðan stillt upp þannig að myndin væri í réttum hlutföllum. Þorbjörn fékk Torfa Agnarsson ljósmyndara til að taka myndina sem síðan var notuð á forsíðuna. Hönnuðurinn segir Monocle-menn hafa verið sátta, þeir hafi allavega notað myndina, hann sent reikning sem síðan var borgaður. „Þetta er ekki mikill peningur, ég er allavega ekki að fara að græja yfirdráttinn eða borga niður húsnæðislánið." Verkefnið kom upp í október á þessu ári og raunar í beinu framhaldi af umfjöllun blaðsins um spilin góðu þótt Þorbjörn hafi vissulega unnið á stofunni sem gefur blaðið út fyrir margt löngu. „Og ég hef verið í sambandi við þá síðan," útskýrir Þorbjörn sem er byrjaður með eigin stofu og er kominn með umboðsmann í New York. „Nú er maður orðinn sjálfstæður verktaki og þetta verkefni var því ágætlega tímasett enda hugsaði ég það sem ágætis kynningu fyrir mig og mín verk," segir Þorbjörn en áðurnefnt tímarit er nú fáanlegt í öllum betri bókaverslunum landsins. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira