Innlent

Kokkalandsliðið náði 7. sætinu

Kokkalandsliðið í keppniseldhúsinu í Lúxemborg Mynd: Andreas Jacobssen/Freisting.is
Kokkalandsliðið í keppniseldhúsinu í Lúxemborg Mynd: Andreas Jacobssen/Freisting.is

Kokkalandslið Íslands lenti í 7. sætinu á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg en alls kepptu 27. þjóðir á mótinu.

Landsliðið getur verið sátt við árangurinn enda hlaut það silfur fyrrir kalda matinn og gull fyrir heita matinn.

Heimsmeistarar í ár er Singapúr. Annað sætið hreppti Svíþjóð og Bandaríkin höfnuðu í því þriðja.

Eftirfarandi eru nöfn matreiðslumannanna og veitingastaðirnir sem þeir starfa á.

Gunnar Karl Gíslason - Dill Resturant

Eyþór Rúnarson - Nauthóll

Friðgeir Ingi - Hótel Holt

Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran - Fiskmarkaðurinn

Þráinn Vigfússon - Grillið

Ólafur Ágústsson - Vox

Jóhannes Steinn Jóhannesson - Vox

Ómar Stefánsson - Dill Resturant

Steinn Óskar Sigurðsson - Höfnin Restaurant

Guðlaugur P Frímmannsson - Fiskmarkaðurinn

Viktor Örn Andrésson - Bláa lónið Lava Restaurant

Stefán Hrafn Sigfússon - Mosfellsbakarí

Elísa Gelfert - Sandholt

Karl Viggó Vigfússon - Bakó Ísberg

Bjarni Kristinsson - Grillið

Hér má svo nálgast fréttir og myndir úr keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×