Innlent

Ómar týndi debetkortinu sínu

Ómar Ragnarsson.
Ómar Ragnarsson.
Ómar Ragnarsson kvikmyndagerðarmaður mun ekki upplýsa um árangur fjáröflunarinnar fyrr en á laugardaginn. Hann er í Veiðivötnum og verður þar út vikuna en hann hefur ekki aðgang að netbanka. Ómar hefur auk þess týnt debetkortinu sínu.



Friðrik Weisshappel veitingamaður mun á laugardaginn færa Ómari ávísun vegna söfnunar sem Friðrik réðist í til að greiða niðurskuldir Ómars. Á síðunni er gefið upp reikningsnúmer Ómars. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Friðrik stofnaði á föstudaginn Facebook-síðu þar sem hann hvetur fólk til að gefa Ómari eitt þúsund krónur í sjötugs afmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar náttúru. En um morguninn hafði Friðrik lesið viðtal við Ómar í DV þar sem hann segir frá fjárhagserfiðleikum sínum vegna gerðar heimildarmynda um náttúru Íslands og þær hættur sem að henni steðja. Skuldin nemur fimm milljónum króna.



Átakið mun svo halda áfram til sjötugsafmælisdags Ómars þann 16. september en þá verður önnur ávísun afhent.




Tengdar fréttir

Weisshappel safnar fyrir skuldugum Ómari Ragnarssyni

Friðrik Weisshappel, veitingamaður í Kaupmannahöfn, hefur stofnað Facebook-síðu þar sem hann hvetur fólk til að gefa Ómari Ragnarssyni eitt þúsund krónur í sjötugs afmælisgjöf sem þökk fyrir ómetanleg störf í þágu íslenskrar náttúru.

Ómar þekkir Weisshappel ekki neitt

„Þetta er eitt það óvæntasta sem hefur gerst fyrir mig,“ segir Ómar Ragnarsson í samtali við Vísi. Friðrik Weisshappel athafnamaður og kaffihúsarekandi, stofnaði Facebook síðu þar sem hann hvetur fólk að gefa Ómari þúsund krónur í afmælisgjöf. Ómar sagði í helgarviðtali við DV að hann væri stórskuldugur og skuldar fimm milljónir vegna kvikmyndagerðar.

Ómar Ragnarsson: Orðlaus, hrærður og þakklátur

„Ég virðist hafa vitað minnst allra um einhvert óvæntasta atvik, sem mig hefur hent á lífsleiðinni, og kem af fjöllum í bókstaflegri merkingu," segir Ómar Ragnarsson á heimasíðu sinni.

Ómar fékk heiðursverðlaun Pokasjóðs

Fimmtíu milljónum króna var í gær úthlutað úr Pokasjóði. Alls 55 verkefni á sviði umhverfismála, menningar, mannúðar, íþrótta og útivistar fengu úthlutað úr sjóðnum að þessu sinni. Eftir úthlutunina í gær hefur einum milljarði króna nú verið úthlutað úr sjóðnum frá því hann tók til starfa árið 1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×