Enski boltinn

Roque Santa Cruz kemst ekki í Evrópulið Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roque Santa Cruz fær að æfa með Carlos Tevez en litlar líkur eru á því að hann fái eitthvað að spila með honum.
Roque Santa Cruz fær að æfa með Carlos Tevez en litlar líkur eru á því að hann fái eitthvað að spila með honum. Mynd/AFP
Það er hörð samkeppnin í liði Manchester City eftir að hver stórstjarnan á fætur annarri hefur verið keypt til liðsins. Roque Santa Cruz hefur fengið að kynnast því þar sem að hann kemst ekki í 25 manna hóp liðsins fyrir keppni í Evrópudeildinni.

Roque Santa Cruz hefur ekki náð að sanna sig hjá Manchester City síðan að félagið keypti hann á 18. milljónir punda frá Blackburn Rovers fyrir fimmtán mánuðum síðan. Hann hefur aðeins náð að skora fjögur mörk fyrir félagið á þessum tíma. Það munaði litlu að Santa Cruz færi á láni til Lazio rétt áður en félagsskiptaglugganum lokaði.

Evrópulið Manchester City: Given, Taylor, Hart, Richards, Bridge, Kompany, Zabaleta, Kolarov, Boateng, Lescott, Kolo Touré, Logan, M Johnson, Milner, Wright-Phillips, A Johnson, Barry, Vieira, De Jong, Yaya Touré, Adebayor, Silva, Jô, Tévez, Balotelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×