Erlent

Um 39% telja hjónabandið úrelta stofnun

Alls telja 39 prósent Bandaríkjamanna að hjónabandið sé úrelt stofnun. Um 28 prósent voru sömu skoðunar fyrir 30 árum.

Þriðja hvert barn í Bandaríkjunum býr hjá foreldri sem er fráskilið eða hefur aldrei gengið í hjónaband. Hlutfall barna sem búa hjá öðru foreldri hefur fimmfaldast í landinu síðustu 50 árin. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar Pew Research Center sem kynnt var í vikunni.

Þá hafa fordómar í garð samkynhneigðra aldrei mælst minni í Bandaríkjunum en nú. Um 60 prósent landsmanna telja fjölskyldur samkynhneigðra eiga að búa við sömu réttindi og fjölskyldur gagnkynhneigðra. - pg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×