Erlent

Vilja að Afganar gæti eigin öryggis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fer fram í Lissabon í dag. Mynd/ afp.
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins fer fram í Lissabon í dag. Mynd/ afp.
Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins ræða í dag áætlun sem felur í sér að yfirvöld í Afganistan byrji að taka að sér öryggisgæslu í landinu á næsta ári. Áætlunin felur í sér að Afganistar hafi tekið öryggisgæsluna að fullu yfir árið 2014. Hingað til hafa hersveitir á vegum Atlantshafsbandalagsins gætt öryggis í landinu.

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði í morgun að leiðtogafundurinn, sem hófst í gær, marki kaflaskil í Afganistan. Hamid Karzai, forseti Afganistan, verður viðstaddur fundinn í dag.

Í gær samþykktu leiðtogar Atlantshafsríkjanna eldflaugavarnaráætlun sem öll aðildarríkin taka þátt í. Á vefnum Voice of America kemur fram að það sé til marks um bætt samskipti milli Atlantshafsbandalagsins og Rússa að Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, verði viðstaddur fundarhöldin í dag.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra eru viðstödd leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins sem fram fer í Lissabon í Portúgal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×