Innlent

Lögreglumanni vikið úr starfi vegna meints kynferðisbrots

Valur Grettisson skrifar
Lögreglan. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

„Það er rétt að lögreglumanni hefur verið vikið úr starfi tímabundið en ég tjái mig ekki um hitt," sagði Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra en samkvæmt fréttavef DV þá hefur lögreglumaður verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart unglingsstúlku á Norðurlandi.

Málið er rekið í Héraðsdómi Norðurlands eystra en ekki er ljóst hvar nákvæmlega brotin eiga að hafa átt sér stað.

Samkvæmt frétt DV kemur fram að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa leitað á fimmtán ára gamla stúlku. Hún var að koma af knattspyrnuæfingu þegar lögreglumaðurinn á að hafa hafi káfað á henni.

Í frétt DV segir að aðalmeðferð sé lokið í málinu og má því búast við niðurstöðu í málinu á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×