Erlent

Mikil hætta á borgarastríði á Fílabeinsströndinni

Ban Ki-moon.
Ban Ki-moon.

Mikil hætta er á að borgarastríð brjótist út á Fílabeinsströndinni á ný en nýafstaðnar forsetakosningar hafa sett allt í bál og brand þar. Þetta segir Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sem sakar sitjandi forseta, Laurent Gabo um að reyna að reka friðargæsluliða úr landi á ólögmætan hátt.

Sameinuðu þjóðirnar er með 10 þúsund manna lið í landinu og hafa þær viðurkennt Alessandre Quattara sem sigurvegara kosninganna. Quattara hefur komið sér fyrir á hóteli í sem umkringt er friðargæsluliðum en óttast er að stuðningsmenn forsetans geri árás á liðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×