Innlent

Breytingar á akstri Strætó yfir hátíðirnar

Engar strætóferðir verða á jóladag og nýjársdag
Engar strætóferðir verða á jóladag og nýjársdag
Breytingar verða á akstri Strætó bs. um jól og áramót, eins og jafnan á stórhátíðum.

Hér er yfirlit yfir akstur strætó yfir hátíðirnar auk helstu breytinga:

Á Þorláksmessu, fimmtudaginn 23. desember, verður ekið samkvæmt hefðbundinni áætlun á virkum degi.

Á aðfangadag, föstudaginn 24. desember, verður ekið eins og á laugardegi til um það bil klukkan 14:00, en þá hætta vagnarnir akstri. Hvenær það verður nákvæmlega fer eftir staðsetningu endastöðva, en nánari upplýsingar má finna í leiðarbók og á leiðarvísi á Strætó.is.

Á jóladag, laugardaginn 25. desember, verður enginn akstur.

Á annan í jólum, sunnudaginn 26. desember, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun.

Milli jóla og nýárs verður akstur með hefðbundnum hætti, en á gamlársdag, föstudaginn 31. desember, verður ekið eins og á laugardegi til um það bil 14:00, en þá hætta vagnarnir akstri. Hvenær það verður nákvæmlega fer eftir staðsetningu endastöðva, en nánari upplýsingar má finna í leiðarbók og á leiðarvísi á Strætó.is.

Á nýársdag, laugardaginn 1. janúar, verður enginn akstur, en frá og með 2. janúar verður akstur með hefðbundnum hætti.

Allar nánari upplýsingar má fá á www.straeto.is og í þjónustusíma Strætó bs., 540 2700.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×