Innlent

Stúlkan var berfætt og blóðug

Aðkoman var slæm þegar lögregla kom á vettvang.
Aðkoman var slæm þegar lögregla kom á vettvang.
Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Annar maður á svipuðu reki var sýknaður af þátttöku í líkamsárásinni.

Það var undir morgun í apríl 2009, að lögreglu var tilkynnt um að stúlka hefði orðið fyrir líkamsárás í húsasundi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir fyrir mennina tvo og stúlku sem var í miklu uppnámi, berfætt og blóðug.

Annar mannanna var með skurði á höndum sem mikið blæddi úr, en föt hins mannsins voru blóðug. Stúlkan sagði að hinn fyrrnefndi væri fyrrverandi unnusti sinn. Hefði hann brotist inn í hús hennar, lamið hana og sparkað í hana.Unnustinn fyrrverandi játaði að hafa veist að stúlkunni og hrint henni, en í ljós kom við réttarhöld að hinn maðurinn sem ákærður var í málinu, hafði aðeins orðið samferða árásarmanninum heim til hennar. Hann var því sýknaður.

Dómurinn taldi árásarmanninum það til málsbóta að hann hefði af sjálfsdáðum leitast við að bæta fyrir brot sitt með því að biðja stúlkuna afsökunar, greiða henni bætur, setja upp rúður í stað þeirra sem hann hafði brotið í húsi hennar og leita til sálfræðings.- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×