Innlent

Stolnum úrum skilað til lögreglu

Tveimur úranna hefur verið skilað í hendur lögreglu.
Tveimur úranna hefur verið skilað í hendur lögreglu.
Tveimur úrum af sjö sem tveir ungir menn stálu úr versluninni Leonard í byrjun mánaðarins hefur verið skilað í hendur lögreglu. Verðmæti úranna sjö var um fimm milljónir króna.

Mennirnir tveir, annar sextán ára en hinn 23 ára, gengust við því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa stolið umræddum úrum úr versluninni Leonard í Kringlunni.

Þeir höfðu farið í verslunina, spennt upp læstan skáp með verkfæri sem þeir höfðu meðferðis, hrifsað nokkur úr og látið sig síðan hverfa. Allt tók þetta örskotsstund.Þjófarnir huldu ekki andlit sín, því þeir töldu sig vekja meiri athygli þannig búnir heldur en ella. Það varð til þess að þeir náðust greinilega á mynd í öryggismyndavélum í versluninni.

Grunur leikur á því að ránið hafi verið liður í skuldauppgjöri, þar sem mennirnir hafi verið að greiða fíkniefnaskuldir, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Eldri maðurinn á talsverðan sakaferil að baki, þar á meðal í tengslum við fíkniefni. Pilturinn hefur einnig komið við sögu hjá lögreglu en í minni mæli þó.- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×