„Þetta getur komið fyrir hvern sem er" Karen Kjartansdóttir skrifar 23. nóvember 2010 20:02 Fimmtán ára drengur sem misst nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," segir Tryggvi Jón Jónatansson en rætt var við hann og móður hans í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld. Hvorki Akureyrarbæ né Tryggingastofnun þykir ástæða til að styrkja fjölskyldu Tryggva Jóns í að breyta heimilinu þannig að hann geti komist á milli herbergja í hjólastólnum. Í kring um fimm ára aldur fór móðir hans að taka eftir heyrnarskerðingu hjá honum. Hún fór með hann í skoðun en ekkert fannst athugavert við heyrn hans. Áfram bar þó á því að talað mál skilaði sér illa til hans og strax við upphaf grunnskólagöngu hans fara að berast kvartanir frá kennurum um að hann fari illa eftir fyrirmælum. Tryggvi Jón fékk að heyra að hann væri óþekkur og sárnaði mjög því hann var góður námsmaður og vildi standa sig. Þegar hann var níu ára fór hann loks í heilastofnsmælingu og kom þá í ljós að talað mál skilaði sér ekki sem skyldi til hans. Síðan þá hefur þó margt fleira dunið yfir, hann missti heyrnina alveg, lærði táknmál en missti þá nær alla sjón eða um 98 prósent. Hann reyndi þó alltaf að vera hraustur en í ágúst fór hann svo í svæfingu og hefur hann glímt við svo mikið jafnvægisleysi síðan og hefur því þurft að nota hjólastól frá því þá.Vill búa heima hjá sér Eins og önnur börn vill Tryggvi Jón fá að búa heima hjá sér, reyndar er það honum sérstaklega mikilvægt þar sem hann hvorki sér né heyrir og er því mikilvægt að vera í aðstæðum sem hann þekkir. Það er þó ekki einfalt mál. „Það sem þarf náttúrulega fyrst og fremst að gera er að laga baðherbergið þar sem að Tryggvi hefur ekki komist í bað heima hjá sér síðan í ágúst. Það er algjörlega óviðunandi að þurfa að fara með hann út í bæ til að koma honum í bað. Síðan þarf að breikka allar hurðir svo hann geti notað þann hjólastól sem hentar hans stærð. Við erum með hann í hjólastjól sem er raun og veru of lítill fyrir hann bara til að koma honum á milli herbergja," segir Ásta Reynisdóttir, móðir Tryggva Jóns. Í þættinum var rætt við Tryggva Jón í gegnum tölvu en hann getur enn greint mjög stóra stafi á skjá. Tryggvi Jón er eldklár strákur með áhuga á náttúrufræði og íþróttum og með mikið skap. Hægt er horfa á viðtalið við mæðginin hér.Lífið Þótt lífið reyni mjög á Tryggva má glögglega heyra í þessu ljóði sem hann samdi í október hve honum þykir vænt um að fá að vera til. Lífið Ég lifi fyrir mig Þú lifir fyrir þig Maður lifir fyrir sjálfan sig og saknar hinna. Ég elska að vera til Ég elska að vera ég Ég elska hver ég er Ég elska að vera til í þessum stóra heimi. Þeir sem vilja styrkja Tryggva Jón og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikning sem er í nafni hans: kt. 150895-2869 0162-15-383629 Styrktarsíða Tryggva Jóns á samskiptavefnum Facebook. Tengdar fréttir Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. 23. nóvember 2010 18:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Öðrum viðskiptavinum Kjarnafæðis ekki meint af hakkinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Fleiri fréttir Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Öðrum viðskiptavinum Kjarnafæðis ekki meint af hakkinu Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Sjá meira
Fimmtán ára drengur sem misst nær alla sjón og heyrn og þarf auk þess að notast við hjólastól vill ekki að fólk tali fyrir sig ef hann hefur ekki beðið um aðstoð að fyrra bragði. „Þetta getur komið fyrir hvern sem er," segir Tryggvi Jón Jónatansson en rætt var við hann og móður hans í þættinum Ísland í dag fyrr í kvöld. Hvorki Akureyrarbæ né Tryggingastofnun þykir ástæða til að styrkja fjölskyldu Tryggva Jóns í að breyta heimilinu þannig að hann geti komist á milli herbergja í hjólastólnum. Í kring um fimm ára aldur fór móðir hans að taka eftir heyrnarskerðingu hjá honum. Hún fór með hann í skoðun en ekkert fannst athugavert við heyrn hans. Áfram bar þó á því að talað mál skilaði sér illa til hans og strax við upphaf grunnskólagöngu hans fara að berast kvartanir frá kennurum um að hann fari illa eftir fyrirmælum. Tryggvi Jón fékk að heyra að hann væri óþekkur og sárnaði mjög því hann var góður námsmaður og vildi standa sig. Þegar hann var níu ára fór hann loks í heilastofnsmælingu og kom þá í ljós að talað mál skilaði sér ekki sem skyldi til hans. Síðan þá hefur þó margt fleira dunið yfir, hann missti heyrnina alveg, lærði táknmál en missti þá nær alla sjón eða um 98 prósent. Hann reyndi þó alltaf að vera hraustur en í ágúst fór hann svo í svæfingu og hefur hann glímt við svo mikið jafnvægisleysi síðan og hefur því þurft að nota hjólastól frá því þá.Vill búa heima hjá sér Eins og önnur börn vill Tryggvi Jón fá að búa heima hjá sér, reyndar er það honum sérstaklega mikilvægt þar sem hann hvorki sér né heyrir og er því mikilvægt að vera í aðstæðum sem hann þekkir. Það er þó ekki einfalt mál. „Það sem þarf náttúrulega fyrst og fremst að gera er að laga baðherbergið þar sem að Tryggvi hefur ekki komist í bað heima hjá sér síðan í ágúst. Það er algjörlega óviðunandi að þurfa að fara með hann út í bæ til að koma honum í bað. Síðan þarf að breikka allar hurðir svo hann geti notað þann hjólastól sem hentar hans stærð. Við erum með hann í hjólastjól sem er raun og veru of lítill fyrir hann bara til að koma honum á milli herbergja," segir Ásta Reynisdóttir, móðir Tryggva Jóns. Í þættinum var rætt við Tryggva Jón í gegnum tölvu en hann getur enn greint mjög stóra stafi á skjá. Tryggvi Jón er eldklár strákur með áhuga á náttúrufræði og íþróttum og með mikið skap. Hægt er horfa á viðtalið við mæðginin hér.Lífið Þótt lífið reyni mjög á Tryggva má glögglega heyra í þessu ljóði sem hann samdi í október hve honum þykir vænt um að fá að vera til. Lífið Ég lifi fyrir mig Þú lifir fyrir þig Maður lifir fyrir sjálfan sig og saknar hinna. Ég elska að vera til Ég elska að vera ég Ég elska hver ég er Ég elska að vera til í þessum stóra heimi. Þeir sem vilja styrkja Tryggva Jón og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikning sem er í nafni hans: kt. 150895-2869 0162-15-383629 Styrktarsíða Tryggva Jóns á samskiptavefnum Facebook.
Tengdar fréttir Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. 23. nóvember 2010 18:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Öðrum viðskiptavinum Kjarnafæðis ekki meint af hakkinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Innlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Fleiri fréttir Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Öðrum viðskiptavinum Kjarnafæðis ekki meint af hakkinu Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Sjá meira
Fær ekki stuðning þrátt fyrir að hafa misst nær alla sjón og heyrn Hvorki Akureyrarbær né Tryggingastofnun sjá ástæða til að styrkja fjölskyldu 15 ára drengs í hjólastól, sem hefur misst nær alla sjón og heyrn, til að breyta heimilinu þannig að drengurinn geti búið með fjölskyldu sinni. 23. nóvember 2010 18:59