Fótbolti

Ancelotti: Vinnum ekki Meistaradeildina með svona leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Drogba og Malouda fagna sigurmarki leiksins í kvöld. Nordic Photos/AFP
Drogba og Malouda fagna sigurmarki leiksins í kvöld. Nordic Photos/AFP

Þó svo Chelsea sé enn með fullt hús í Meistaradeildinni og löngu komið í sextán liða úrslit var Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, ekki sáttur eftir nauman sigur á Zilina í kvöld.

Ancelotti leyfði mörgum ungum mönnum að spreyta sig. Þrátt fyrir mikla yfirburði Chelsea í leiknum lenti liðið undir og rétt marði sigur í lokin.

Ancelotti segir að liðið verði ekki meistari ef það ætlar að spila svona.

"Þetta var erfitt því við byrjuðum ekki nógu vel. Seinni hálfleikur var miklu betri og þá óðum við í færum. Ég var mjög sáttur við seinni hálfleikinn," sagði Ancelotti.

"Ef við spilum aftur á móti eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá munum við aldrei vinna Meistaradeildina. Ef vfið spilum eins og í siðari hálfleik þá eigum við möguleika."

Ancelotti viðurkenndi að hafa verið reiður í hálfleik en hann setti Salomon Kalou inn í hálfleiknum og hann hressti mikið upp á leik liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×