Innlent

Íslendingar í Norður-Kóreu

Herir Kóreuríkjanna eru báðir í viðbragðsstöðu fyrir frekari bardaga. Ef til þeirra kemur er óttast að þeir fari fljótlega úr böndunum.
Herir Kóreuríkjanna eru báðir í viðbragðsstöðu fyrir frekari bardaga. Ef til þeirra kemur er óttast að þeir fari fljótlega úr böndunum. Mynd/AFP

Íslenskir feðgar voru staddir í Norður-Kóreu þegar heimamenn gerðu stórskotaliðsárás á suður-kóreska eyju í morgun. „Auðvitað er manni ekki sama. Það getur allt gerst," segir Katrín Lilja Ævarsdóttir, móðir Ævars Inga Matthíassonar sem staddur er í Norður-Kóreu ásamt föður hans. Feðgarnir fóru yfir landamæri Kína og Norður-Kóreu síðastliðinn föstudag ásamt hópi ferðmanna og leiðsögumanns. „Þeir náðu að láta vita af sér í morgun og voru heilir á höldnu."

Ævar Ingi er 19 ára nemi við Verkmenntaskólann á Akureyri en hann tók sér námsleyfi í haust til að heimsækja föður sinn og stjúpmóður sem eru búsett í Kína.

Katrín heyrði síðast í syni sínum fyrir helgi. Afi Ævars Inga talaði við þá feðga í skamma stund í morgun, að sögn Katrínar. „Þeir ætla að reyna að komast til baka á morgun," segir Katrín en feðgarnir höfðu hug á að dvelja í landinu fram að næstu helgi. Hún segist bíða eftir frekar fréttum.

Katrín hafði samband við utanríkisráðuneytið í dag og upplýsti ráðuneytið um stöðu mála. Ríkisútvarpið greindi frá því í dag að í utanríkisráðuneytinu væri unnið að því að afla upplýsinga um Íslendinga í Kóreu. Tveir skiptinemar frá Háskólanum á Bifröst eru staddir í Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×