Tíska og hönnun

Í kjól hvernig sem viðrar

Sigrún Edda Eðvarðsdóttir tekur prúðbúin á móti Vetri konungi.
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir tekur prúðbúin á móti Vetri konungi.

Það eru kannski ekki margir sem bíða með eftirvæntingu eftir að Vetur konungur knýi á dyr. Búðarkonan Sigrún Edda Eðvarðsdóttir er þó ein þeirra sem fagna ávallt komu hans.

„Þessi árstími er í uppáhaldi því hann er rómantískur og svo gefst færi á að taka innan úr skáp fallegu, mynstruðu ullarpeysurnar mínar," segir Sigrún og getur þess að hún haldi upp á kjóla.

„Ég er alltaf í kjólum, líka yfir veturinn en klæði mig í hlýja yfirhöfn þegar kalt er og fer í sokka utan yfir sokkabuxurnar, það lífgar upp á klæðnaðinn." - rve












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.